Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56