Eiður Aron: Ég verð ekki ánægður ef ég dett úr liðinu eftir þennan leik Andri Már Eggertsson skrifar 15. ágúst 2020 18:40 Eiður Aron var flottur í hjarta varnar Vals í dag. Vísir/Bára Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson snéri aftur í lið Vals er liðið vann 1-0 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Eiður Aron hefur mátt þola mikla bekkjarsetu það sem af er sumri en fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Vals í dag og nýtti tækifærið vel. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði svo eina mark leiksins snemma leiks þegar hann nýtti sér mistök Rodrigo Gomes í liði KA. Sigurinn þýðir að Valur er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. „Ég var orðin mjög óþolinmóður á þeim fáu tækifærum sem ég var búinn að fá í Vals liðinu. Það var fínt að fá 90 mínútur í dag sem skilaði sér í flottum sigri. Ég lýg því ekki þetta er búið að vera erfitt en gaman að fá að spila,” sagði Eiður Aron að leik loknum. Honum fannst leikurinn ekki vera nein flugeldasýning en það þarf líka að vinna þessa svokölluðu iðnaðarsigra ef liðið ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Fyrir varnarmenn er svo fátt betra en að halda hreinu. „Það er oft talað um það sem einkennir meistara lið er að spila illa og fá þrjú stig sem var það sem gerðist í okkar leik í dag. Við vorum alls ekki góðir en leggjumst glaðir á koddann í kvöld.” „Ég get ekki beðið eftir að tylla mér aftur á bekkinn eins og venjan hefur verið,” sagði Eiður í kaldhæðni. Segist hann vera mættur til að spila fótbolta og að frammistaða hans í dag ætti alltaf að skila honum byrjunarliðssæti í komandi leikjum Vals. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 1-0 | Fyrsta tap Arnars með KA kom að Hlíðarenda Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu. 15. ágúst 2020 18:07 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson snéri aftur í lið Vals er liðið vann 1-0 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Eiður Aron hefur mátt þola mikla bekkjarsetu það sem af er sumri en fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Vals í dag og nýtti tækifærið vel. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði svo eina mark leiksins snemma leiks þegar hann nýtti sér mistök Rodrigo Gomes í liði KA. Sigurinn þýðir að Valur er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. „Ég var orðin mjög óþolinmóður á þeim fáu tækifærum sem ég var búinn að fá í Vals liðinu. Það var fínt að fá 90 mínútur í dag sem skilaði sér í flottum sigri. Ég lýg því ekki þetta er búið að vera erfitt en gaman að fá að spila,” sagði Eiður Aron að leik loknum. Honum fannst leikurinn ekki vera nein flugeldasýning en það þarf líka að vinna þessa svokölluðu iðnaðarsigra ef liðið ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Fyrir varnarmenn er svo fátt betra en að halda hreinu. „Það er oft talað um það sem einkennir meistara lið er að spila illa og fá þrjú stig sem var það sem gerðist í okkar leik í dag. Við vorum alls ekki góðir en leggjumst glaðir á koddann í kvöld.” „Ég get ekki beðið eftir að tylla mér aftur á bekkinn eins og venjan hefur verið,” sagði Eiður í kaldhæðni. Segist hann vera mættur til að spila fótbolta og að frammistaða hans í dag ætti alltaf að skila honum byrjunarliðssæti í komandi leikjum Vals.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 1-0 | Fyrsta tap Arnars með KA kom að Hlíðarenda Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu. 15. ágúst 2020 18:07 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 1-0 | Fyrsta tap Arnars með KA kom að Hlíðarenda Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu. 15. ágúst 2020 18:07