Erlent

Rússa-sérfræðingi Hvíta hússins vísað á dyr

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn, sem heitir Andrew Peek, tók við starfinu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins í nóvember.
Maðurinn, sem heitir Andrew Peek, tók við starfinu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins í nóvember. Vísir/Getty

Sérfræðingi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í málefnum Rússlands var fylgt út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum um helgina. Hann hefur verið settur í formlegt leyfi á meðan rannsókn, sem tengist öryggismálum. fer fram.

Maðurinn, sem heitir Andrew Peek, tók við starfinu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins í nóvember. Báðir forverar hans sem höfðu verið í starfinu í forsetatrið Trump, þau Tim Morrison og Fiona Hill, báru vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump. Mikil velta hefur verið á embættismönnum í þessari stöðu en Peek, Morrison og Hill hefur verið ætlað að taka stóran þátt í að mynda opinbera stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.

Í yfirlýsingu til AP fréttaveitunnar segja forsvarsmenn Þjóðaröryggisráðsins að engar upplýsingar verði veittar um málið þar sem það flokkist undir mannauðsmál. Peek hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið.

Peek átti að fara með Trump á fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss (World Economic Forum) í þessari viku. Hann starfaði áður hjá Utanríkisráðuneytinu og fjallaði sérstaklega um málefni Mið-Austurlanda. Þar áður var hann í hernum og þjónaði í Afganistan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.