Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:08 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018. Twitter Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane. Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane.
Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41
Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06
Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19