Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 23:40 Boris Johnson segir Breta komna yfir marklínuna. Vísir/Getty Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila