Innlent

Sjó­far­endur varist haf­ís sem nálgast landið

Atli Ísleifsson skrifar
Hafísinn er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumsnesi.
Hafísinn er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumsnesi. EMSA

Landhelgisgæslan hefur varað við hafís á Grænlandssundi sem nálgast nú landið. Í færslu á Facebook segir að mikilvægt sé að sjófarendur séu meðvitaðir um legu íssins sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi.

„Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur orðið vör við að hann sé að færast nær landi.

Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að færast enn nær landi,“ segir í færslunni.

Fram kom í frétt Stöðvar 2 að fyrstu loðnutorfur vetrarins á Íslandsmiðum hafi fundist norður af Hornströndum og Húnaflóa. Er líklegt að hafísinn kunni eitthvað að trufla loðnuveiðarnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.