Enski boltinn

Chelsea hefur augastað á markverði Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pope kom til Burnley frá Charlton Athletic 2016.
Pope kom til Burnley frá Charlton Athletic 2016. vísir/getty

Chelsea hefur augastað á Nick Pope, markverði Burnley.

Dýrasti markvörður heims, Kepa Arrizabalaga, hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea síðan hann kom til liðsins 2018.

Chelsea hyggst fjárfesta í markverði til að setja pressu á Kepa.

Pope hefur verið aðalmarkvörður Burnley á þessu tímabili. Hann hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir England og var í enska hópnum á HM 2018.

Chelsea keypti Kepa frá Athletic Bilbao á 72 milljónir punda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.