Enski boltinn

Hollenskur landsliðsmaður á leið til Tottenham?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er Steven Bergwijn að ganga til liðs við Tottenham?
Er Steven Bergwijn að ganga til liðs við Tottenham? Vísir/Getty

Tottenham Hotspur virðist vera horfa til Hollands í von sinni um að bólstra framlínu sína áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar nú um mánaðarmótin. Nú er félagið orðað við Steven Bergwijn, hollenskan kantmann PSV Eindhoven.

Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag.

Hinn 22 ára gamli Bergwijn hefur leikið sjö landsleiki fyrir Holland. Talið er líklegt að hann skrifi undir hjá Tottenham fyrr en síðar en leikmaðurinn var ekki í leikmannahóp PSV er liðið gerði 1-1 jafntefli við Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Bergwijn, sem leikur oftast á öðrum hvorum vængnum, hefur skorað sex mörk í 26 leikjum á þessari leiktíð. Skoraði hann 15 mörk í 41 leik á þeirri síðustu. 

Ljósgt er að ekki er um hreinræktaðan framherja né markaskorara að ræða og spurning hvort Tottenham stefni á að styrkja lið sitt enn frekar á komandi dögum. Talið er að José Mourinho sé á eftir þeim Willian Jose hjá Real Sociedad og Krzysztof Piatek hjá AC Milan en annar þeirra ætti þá að fylla skarð Harry Kane sem verður mögulega frá út leiktíðina.

Þá stefnir allt í að Christian Eriksen, danski miðvallarleikmaður liðsins, skrifi undir hjá Inter Milan áður en glugginn lokar. Eriksen verður samningslaus næsta sumar og vill Tottenham fá eitthvað fyrir sinn snúð frekar en að missa hann frítt þá.


Tengdar fréttir

Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×