Southampton og Tottenham þurfa að mætast aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sofiane Boufal (til hægri) jafnaði metin undir lok leiks.
Sofiane Boufal (til hægri) jafnaði metin undir lok leiks. Vísir/Getty

Southampton og Tottenham Hotspur þurfa að mætast aftur í FA bikarnum eftir að hafa gert 1-1 jafntefli á St. Mary´s vellinum í dag. Það var helst að frétta fyrir leik að Hugo Lloris snéri aftur í mark Tottenham Hotspur. Þá var Japhet Tanganga áfram í byrjunarliðinu en hann var kominn í vinstri bakvörðinn að þessu sinni. Gedson Fernandes byrjaði svo sinn fyrsta leik en hann gekk nýverið í raðir Lundúnaliðsins. Eftir helst til tíðindalítinn fyrri hálfleik kom Son Tottenham yfir með umdeildu marki en heimamenn voru á því að Dele Alli hefði brotið af sér í aðdraganda marksins. Eftir langa athugun í VAR-herberginu fékk markið að standa og Tottenham komið 1-0 yfir þegar 58. mínútur voru liðnar af leiknum.Southampton hafa verið í miklu stuði í deildinni undanfarið og neituðu að leggja árar í bát. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka tókst heimamönnum að jafna metin. Eftir góða sókn átti Danny Ings sendingu á Sofiane Boufal og Marakkóinn þrumaði knettinum í netið framhjá Lloris í markinu. Staðan orðin 1-1 og því ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á heimavelli Tottenham til að útkljá hvort liðið kemst áfram í 5. umferð FA bikarsins.Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.