Enski boltinn

„Ef Harry Kane er með sömu meiðsli og ég var með eru engar líkur á því að hann verði klár í apríl“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane fer af velli gegn Southampton á nýársdag.
Kane fer af velli gegn Southampton á nýársdag. vísir/getty

Michael Owen, fyrrum enskur landsliðsmaður og nú spekingur, segir að honum lítist ekki vel á meiðslin hjá enska landsliðsfyrirliðanum, Harry Kane.

Kane meiddist á nýársdag er hann tognaði aftan í læri gegn Southampton en Kane hefur barist við meiðsli aftan í læri oftar en í þetta eina skiptið.

Owen ræddi um meiðsli Kane í þætti Robbie Savage á BBC.

„Ég er mjög stressaður að bera hans meiðsli saman við mín,“ sagði Owen en hann glímdi við mörg og erfið meiðsli á sínum ferli.
„Þetta er hættulegt því ég veit ekki alveg. Ég las að það rofnaði sin í lærinu á honum. Þetta er það nákvæmlega sama og gerðist fyrir mig.“

Talið er að Kane snúi aftur í apríl en Owen er ekki svo viss um það.

„Ef það er málið. Þá eru engar líkur á að hann komi aftur í apríl. Þetta tók mig sex mánuði og það var hræðilegt. Mér leið alltaf eins og þetta væri að koma aftur.“

„Þegar ég kom til baka var það frábært.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.