Enski boltinn

Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eriksen virðist loks vera á leiðinni til Inter Milan.
Eriksen virðist loks vera á leiðinni til Inter Milan. Vísir/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint.

„Það er ekki hægt að kenna Tottenham um þessar aðstæður. Svona lagað á ekki að vera gerast 25. janúar,“ sagði Mourinho áður en hann hrósaði miðjumanninum danska.

„Frá því ég kom til liðsins hefur Eriksen hagað sér eins og atvinnumaður á að haga sér. Framkoma hans hefur verið til fyrirmyndar. En að vera í svona aðstæðum þann 25. janúar er ekki gaman.“

Mourinho staðfesti jafnframt að Tottenham myndi kaupa Giovani lo Celso af Real Betis áður en félagaskiptaglugginn myndi loka en sá hefur verið á láni hjá Tottenham frá því í haust.

Eriksen var ekki í leikmannahópi Tottenham sem gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton í FA bikarnum í gær.

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.