Fótbolti

„Af hverju ætti einn besti leikmaður jarðar að fara eitthvað á láni?“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale hefur verið hjá Real Madrid í næstum því sjö ár.
Gareth Bale hefur verið hjá Real Madrid í næstum því sjö ár. Getty/Jose Breton

Umboðsmaður Gareth Bale hlær af þeim sögusögnum að skjólstæðingur hans verði lánaður frá Real Madrid á þessu tímabili.

Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013, fyrir þá heimsmet, en mikið hefur verið skrifað og fjallað um það að þjálfarinn Zinedine Zidane vilji helst losna við hann.

Jonathan Barnett er umboðsmaður Gareth Bale en þessi þrítugi leikmaður er með samning við Real Madrid til ársins 2022.



Bale hefur skorað 2 mörk í 9 deildarleikjum á þessari leiktíð en á síðustu vikum hafa verið uppi vangaveltur um að hann verði lánaður frá Real Madrid. Tottenham og Manchester United eiga bæði að vera áhugasöm.

Jonathan Barnett segir það vera fáránlegt að stinga upp á því að einn besti leikmaður heims fari frá Real Madrid á láni.

„Af hverju ætti einn besti leikmaður jarðar að fara eitthvað á láni? Það er fáránlegt,“ sagði Jonathan Barnett við breska ríkisútvarpið.

„Eins og er þá er hann bara að fara spila fótbolta með Real Madrid og hann á enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann er ánægður þar og vonandi mun hann vinna fleiri titla með Real Madrid,“ sagði Barnett.

„Hlutir geta vissulega breyst en lánssamningar eru fáránlegir og svo eru heldur ekki mörg félög sem hafa efni á honum,“ sagði Jonathan Barnett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×