Vinstrimenn höfðu betur gegn Salvini og félögum í Emilia-Romagna Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 23:43 Matteo Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í Emilia-Romagna, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Getty Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn. Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn.
Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36