Erlent

Di Maio sagður ætla að hætta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 33 ára Luigi Di Maio tók við formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni árið 2017.
Hinn 33 ára Luigi Di Maio tók við formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni árið 2017. Getty

Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. Þetta hafa ítalskir fjölmiðlar eftir heimildarmanni innan stjórnmálaflokksins.

Reuters segir frá því að Di Maio muni tilkynna öðrum ráðherrum Fimm stjörnu hreyfingarinnar um afsögn sína á fundi í dag og svo opinberlega á flokksfundi síðdegis í dag. Di Maio og talsmaður hans hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Fimm stjörnu hreyfingin hlaut 33 prósent atkvæða í þingkosningunum í landinu árið 2018. Mikið hefur hins vegar dregið úr fylgi flokksins í skoðanakönnunum síðustu mánuði og mælist flokkurinn nú einungis með um 15 prósent fylgi.

Um þrjátíu þingmenn flokksins hafa ýmist hætt af sjálfsdáðum eða verið hraktir úr embætti á kjörtímabilinu en mikill klofningur hefur verið í flokknum sem hefur verið lýst sem andkerfisflokki.

Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn mynda nú saman ríkisstjórn á Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.