Fordæma ummæli Trumps um Harris Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 22:54 Kamala Harris er fædd í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt. Drew Angerer/Getty Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48
Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30
Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent