Kamala Harris varaforsetaefni Biden Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 20:22 Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris. AP/Bryan Anderson Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“