Kamala Harris varaforsetaefni Biden Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 20:22 Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris. AP/Bryan Anderson Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira