Utanríkisráðherra Ísrael frestar heimsókn af öryggisástæðum Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 11:55 Ekki er vitað hvenær Katz hyggst fara til Dúbaí. Vísir/Getty Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök. Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök.
Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44
Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent