Uppgjafarhermaður játar morð á rannsóknarblaðamanni Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:25 Marcek játaði morðið við upphaf aðalmeðferðar í dag. Vísir/EPA Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember. Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember.
Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30
Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17