Erlent

Í haldi fyrir morð Kuciaks

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Morðin leiddu til umfangsmikilla mótmæla um landið allt á sínum tíma og urðu mótmælin til þess að ríkisstjórn Roberts Fico forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum.
Morðin leiddu til umfangsmikilla mótmæla um landið allt á sínum tíma og urðu mótmælin til þess að ríkisstjórn Roberts Fico forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum. EPA/Vísir
Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar.

Morðin leiddu til umfangsmikilla mótmæla um landið allt á sínum tíma og urðu mótmælin til þess að ríkisstjórn Roberts Fico forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum. Fico hafði stýrt landinu meginþorra síðustu tólf ára.

Fjórmenningarnir voru handteknir á fimmtudaginn og lýsti Peter Pellegrini forsætisráðherra yfir ánægju sinni með handtökuna. Sagði málið í algjörum forgangi hjá ríkisstjórninni.

Lögregluyfirvöld í Slóvakíu hafa áður greint frá því að þau telji að morðingjarnir hafi verið ráðnir til verksins vegna vinnu Kuciaks. Hann hafði rannsakað og birt fréttir um meinta spillingu ríkisstjórnarinnar og meint tengsl stjórnmálamanna við ítalska mafíósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×