Fótbolti

Hjartnæm kveðja Messi til Valverde

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi með boltann og Valverde fylgist með.
Messi með boltann og Valverde fylgist með. vísir/getty

Lionel Messi sendi Ernesto Valverde, fyrrum stjóra Barcelona, kveðju í gær eftir að hann var rekinn frá félaginu fyrr í vikunni.

Tap Barcelona gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Ofurbikarsins virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og nú hefur Valverde verið sparkað.

Það er talið fótboltinn sem Valverde hafi spilað hafi ekki heillað forráðamenn liðsins og nú  hefur Quique Setien tekið við liðinu sem er talinn svipaður til Pep Guardiola.

Valverde hefur ekki verið vinsæll hjá mörgum stjörnum Barcelona en fyrirliðinn Messi sendi honum kveðju þar sem hann kallaði hann meðal annars stórkostlegan mann.

„Takk fyrir allt. Ég er viss um að þú munir gera vel hvert sem þú ferð því ásamt því að vera frábær atvinnumaður ertu stórkostleg persóna. Gangi þér vel og risa knús,“ skrifaði Messi.

Valverde er fyrsti stjóri Barcelona sem er rekinn á miðju tímabili í sautján ár.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.