Fótbolti

Segja Xavi hafa hafnað Barcelona og nú vilji þeir Pochettino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xavi virðist ekki vera á heimleið.
Xavi virðist ekki vera á heimleið. vísir/getty

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, er undir gífurlegri pressu og ekki er ólíklegt að hann verði rekinn á næstu dögum.

Tapið gegn Liverpool í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð situr enn í stuðningsmönnum félagsins og í síðustu viku tapaði liðið gegn Atletico Madrid í Ofurbikarnum.

Nú þegar er byrjað að ræða um eftirmann Valverde þrátt fyrir að ekki sé enn búið að reka hann. Xavi, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi stjóri Al Sadd, í Katar.

Spænskir miðlar greindu frá því í gærkvöldi að Xavi hafi hafnað boðinu að taka við Barcelona. Einhverjir sögðu ástæðuna vera að hann vildi ekki taka við liðinu á miðju tímabili en aðrir sögðu að hann neitaði af virðingu við Valverde.Barcelona hefur þá farið lengra niður röðina og enskir miðlar greina frá því nú í morgun að Mauricio Pochettino hafi fengið símtal frá Katalóníu.

Þessi fyrrum stjóri Tottenham er án starfs eftir að hann var rekinn frá Tottenham í desember en hann er spilaði í Katalóníu. Þó hjá grönnunum í Espanyol og hóf einmitt þjálfaraferil sinn þar.

Barcelona er jafnt Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.