Fótbolti

Xavi að yfirgefa Katar fyrir Barcelona?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Xavi á hliðarlínunni í Katar.
Xavi á hliðarlínunni í Katar. vísir/getty
Margt þykir benda til þess að leikjahæsti leikmaður í sögu Barcelona verði næsti knattspyrnustjóri liðsins en orðrómar þess efnis að Xavi sé að taka við stjórnartaumunum á Camp Nou verða æ háværari.Xavi þjálfar Al-Sadd í Katar um þessar mundir en samningur Ernesto Valverde, núverandi stjóra Barcelona, rennur út næsta sumar. Þar að auki er talið að sæti hans sé heitt nú þegar en Barcelona gerði jafntefli við Espanyol í fyrsta leik sínum á þessu ári og féll svo úr leik í spænska ofurbikarnum þar sem liðið tapaði fyrir Atletico Madrid á dögunum.Xavi hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á stjórastarfinu hjá Barcelona en þó var haft eftir honum á dögunum að hann hygðist virða samning sinn við Al-Sadd sem er til ársins 2021.Í ljósi stöðu Valverde er komið annað hljóð í Xavi og samkvæmt heimildum spænskra fjölmiðla er hann tilbúinn að yfirgefa Katar að loknum bikarúrslitaleik Al-Sadd gegn Al Duhail sem fram fer næstkomandi föstudag.Xavi er leikjahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 767 leiki á leikmannaferli sínum og vann allt sem hægt er að vinna með félaginu.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.