Segir að nú muni Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 09:30 Quique Setien að stýra liði Real Betis þar sem hann gerði flotta hluti. Ræður hann við pressuna hjá Barcelona? Getty/ David S. Bustamante Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið. Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið.
Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira