Newcastle vann dramatískan sigur á Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hayden fagnar sigurmarki sínu.
Hayden fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty

Isaac Hayden tryggði Newcastle United sigur á Chelsea með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-0, Newcastle í vil.Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Hayden fyrirgjöf Allans Saint-Maximin í netið og tryggði heimamönnum stigin þrjú.Þetta var fyrsti sigur Newcastle í fimm leikjum. Liðið er í 12. sæti deildarinnar með 29 stig.Chelsea er í 4. sætinu með 39 stig. Þetta var áttunda tap liðsins í deildinni í vetur.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.