Bresk stjórnvöld undirbúa Brexit-fögnuð Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 12:02 Innan við tvær vikur eru nú þar til Bretar ætla að segja skilið við Evrópusambandið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka Sjá meira