Íslenski boltinn

Tveggja marka sigrar hjá Blikum og ÍA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjólfur Darri fagnar marki síðasta sumar.
Brynjólfur Darri fagnar marki síðasta sumar. VÍSIR/BÁRA

Breiðablik og ÍA unnu bæði leiki sína í Fótbolta.net mótinu í dag en báðir enduðu þeir 2-0.Breiðablik vann 2-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Brynjólfur Darri Willumsson og Gísli Eyjólfsson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.BLikarnir eru því með sex stig í A-riðlinum en ÍBV er með eitt líkt og FH. HK er með þrjú stig í 2. sætinu.Upp á Skaga unnu heimamenn 2-0 sigur á Grindavík. Markalaust var í hálfleik en Brynjar Snær Pálsson og Viktor Jónsson gerðu mörkin í síðari hálfleik.ÍA með fjögur stig líkt og Stjarnan, Grótta er með þrjú en Grindavík án stiga á botni riðilsins.Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.