Íslenski boltinn

Tveggja marka sigrar hjá Blikum og ÍA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjólfur Darri fagnar marki síðasta sumar.
Brynjólfur Darri fagnar marki síðasta sumar. VÍSIR/BÁRA

Breiðablik og ÍA unnu bæði leiki sína í Fótbolta.net mótinu í dag en báðir enduðu þeir 2-0.

Breiðablik vann 2-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Brynjólfur Darri Willumsson og Gísli Eyjólfsson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

BLikarnir eru því með sex stig í A-riðlinum en ÍBV er með eitt líkt og FH. HK er með þrjú stig í 2. sætinu.

Upp á Skaga unnu heimamenn 2-0 sigur á Grindavík. Markalaust var í hálfleik en Brynjar Snær Pálsson og Viktor Jónsson gerðu mörkin í síðari hálfleik.

ÍA með fjögur stig líkt og Stjarnan, Grótta er með þrjú en Grindavík án stiga á botni riðilsins.

Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.