Íslenski boltinn

Fjórtán ára tryggði Leikni sigurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Quental Árnason, hetja Leiknis gegn Fram.
Róbert Quental Árnason, hetja Leiknis gegn Fram. mynd/twitter-síða leiknis

Róbert Quental Árnason, strákur fæddur árið 2005, tryggði Leikni R. sigur á Fram, 2-3, í seinni leik dagsins á Reykjavíkurmótinu.

Róbert skoraði sigurmark Leiknismanna skömmu fyrir leikslok. Leiknir er í 2. sæti B-riðils með fjögur stig en Fram er í því fjórða og neðsta án stiga.


Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, kom Breiðhyltingum tvisvar yfir í leiknum en Þórir Guðjónsson og Albert Hafsteinsson jöfnuðu fyrir Framara.

Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjald; Gunnar Gunnarsson úr Fram og Leiknismaðurinn Ernir Freyr Guðnason.

Í fyrri leik dagsins vann Valur öruggan sigur á bikarmeisturum Víkings, 3-0.

Patrick Pedersen, Einar Karl Ingvarsson og Haukur Páll Sigurðsson skoruðu mörk Valsmanna sem eru með sex stig á toppi B-riðils. Víkingar eru með eitt stig í 3. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.