Erlent

Brexit-talsmaður Verkamannaflokksins með mestan stuðning í fyrstu könnun

Kjartan Kjartansson skrifar
Starmer (t.h.) með Jeremy Corbyn, fráfarandi leiðtoga Verkamannaflokksins, Útgöngukannanir bentu til þess að Corbyn hefði fælt marga kjósendur frá flokknum.
Starmer (t.h.) með Jeremy Corbyn, fráfarandi leiðtoga Verkamannaflokksins, Útgöngukannanir bentu til þess að Corbyn hefði fælt marga kjósendur frá flokknum. Vísir/EPA

Keir Starmer, talsmaður Verkamannaflokksins í Brexit-málum, mælist með mest fylgi í fyrstu skoðanakönnuninni um mögulega arftaka Jeremys Corbyn sem leiðtoga flokksins. Búist er við því að leiðtogakjör Verkamannaflokksins fari fram í mars eftir að Corbyn lýsti því yfir að hann ætlaði að stíga til hliðar eftir í kjölfar kosninga þar sem flokkurinn beið skipbrot.

Könnun The Guardian á meðal flokksfélaga bendir til þess að Starmer fengi 61% atkvæða yrði kosið á milli hans og Rebeccu Long-Bailey, talskonu flokksins í málefnum atvinnulífsins. Long-Bailey er sögð njóta stuðnings verkalýðsfélaga og vinstri arms flokksins sem var bakland Corbyn.

Starmer hefur ekki lýst yfir framboði en Reuters-fréttastofan segir að búist sé við því að það muni hann gera á næstu vikum. Hann er 57 ára gamall þingmaður norðurhluta London og var fremst í flokki þeirra sem vildu að flokkurinn styddi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×