Erlent

Boðar frekari árásir á sveitir Íran

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci

Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir.

„Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.



Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir.

Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“.

Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.

Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram.


Tengdar fréttir

Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna á­taka í Írak

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×