Erlent

Einn látinn eftir hnífaárás í Texas

Kjartan Kjartansson skrifar
Sjúkraliðar huga að fórnarlambi stunguárásarinnar í miðborg Austin.
Sjúkraliðar huga að fórnarlambi stunguárásarinnar í miðborg Austin. AP/Jay Janner/Austin American-Statesman

Karlmaður er í haldi lögreglunni í Austin í Texas í Bandaríkjunum eftir að hann stakk fjóra í miðborginni þar í morgun. Einn er sagður látinn og þrír særðir, þar á meðal einn alvarlega.

AP-fréttastofan segir að maðurinn sem lést sé á þrítugsaldri og sá sem særðist lífshættulega sé á sextugsaldri. Ekki sé ljóst hvort að árásarmaðurinn sé á meðal þeirra særðu eða hvernig árásirnar bar að.

Tilkynnt var um árásirnar á Þingstræti skömmu eftir klukkan átta að morgni að staðartíma, um klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Lögregla er sögð hafa girt af torg nærri vinsælli verslunargötu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×