Enski boltinn

Sol­skjær ó­­sáttur með um­mæli um­boðs­mannsins um­deilda um United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á hliðarlínunni gegn Arsenal í miðri viku.
Solskjær á hliðarlínunni gegn Arsenal í miðri viku. vísir/epa

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki parsáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda, Mino Raiola, á dögunum.

Raiola hefur ekki farið leynt með skoðun sína á stjórnarháttunum á Old Trafford og hélt áfram í viðtali á dögunum eins og Vísir greindi frá.

Solskjær var spurður út í ummæli Raiola á blaðamannafundinn fyrir leikinn gegn Wolves í dag. Eiga umboðsmenn að tala um önnur félög?

„Nei,“ svaraði Solskjær og hélt áfram. „Ég gæti talið við Paul um þetta. Mér finnst að ég ætti ekki að vera tala um umboðsmenn sem tala um okkur.“







„Paul er leikmaður okkar og umboðsmaðurinn er ráðinn af leikmanninum, ekki öfugt. Umboðsmennirnir eiga ekki leikmennina heldur eru þetta leikmennirnir okkar.“

„Það sem ég og Pogba tölum saman um kem ég ekki til að segja hér. Það er á milli okkar.“

Pogba var á meiðslalistanum frá september og fram í desember en þá kom hann inn á sem varamaður í tveimur leikjum; gegn Watford og Newcastle.

Nú er hann aftur meiddur og þarf í aðra aðgerð.







Man. United mætir Wolves í enska bikarnum í dag. Flautað verður til leiks klukkan 17.30 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×