Erlent

Hið minnsta tíu látnir eftir hrun byggingar í Kambódíu

Andri Eysteinsson skrifar
Unnið er að björgunarstörfum á vettvangi.
Unnið er að björgunarstörfum á vettvangi. AP/KEP

Sjö hæða bygging í Kambódíska strandbænum Kep hrundi í dag með þeim afleiðingum að hið minnsta tíu eru látnir og 23 slösuðust.

Hinir látnu og slösuðu eru allt iðnaðarmenn sem unnu að byggingu byggingarinnar sem ætlað er að hýsa gistiheimili. Guardian greinir frá.

„Við höfum fundið fimm látna í rústunum sem við höfum ekki geta komist að. Fimm aðrir hafa verið fjarlægðir úr rústunum,“ sagði ríkisstjóri Kep, Ken Satha.

Óvíst er hve margir menn sitja fastir undir rústum byggingarinnar en forsætisráðherra Kambódíu, Hun Sen, segir að áfram verði unnið að björgunarstörfum.

Eigendur byggingarinnar hafa verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×