Erlent

Lést eftir árás hákarls

Andri Eysteinsson skrifar
Hvítháfar eru stærstu ránfiskar heims
Hvítháfar eru stærstu ránfiskar heims Unsplash/Marcelo Cidrack

Ástralskur kafari lést í dag nærri Cull-eyju í Esperance í Vestur-Ástralíu eftir að hafa orðið fyrir árás hvítháfs.

Héraðsstjórn Vestur-Ástralíu staðfesti andlát mannsins og segir lögreglan að maðurinn hafi ásamt konu verið að stunda köfun af báti úti fyrir ströndu Ástralíu. Konan var stödd á bátnum þegar maðurinn varð fyrir árás hákarlsins og hefur hún verið flutt á sjúkrahús þar sem hún fær áfallahjálp.

Lík mannsins hefur ekki fundist en fjölmenn leit stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×