Íslenski boltinn

Íslandmeistaratitill í knattspyrnu til Ólafsvíkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslandsmeistarar í innanhús knattspyrnu.
Íslandsmeistarar í innanhús knattspyrnu. KSÍ

Víkingur Ólafsvík eru Íslandsmeistari innanhúss í meistaraflokki karla í knattspyrnu eftir 6-4 sigur í framlengdum leik gegn Ísbirninum í Laugardalshöllinni í gær.

Hermann Geir Þórisson skoraði tvö mörk fyrir Víking og þeir Bjartur Bjarmi Barkarson, Anel Crnac, Brynjar Vilhjálmsson og Emir Dokara skoruðu sitt markið hver.

Ricardo Joao Magalaes Dias, Orats Reta Garcia, Mateusz Tomasz Lis og Rui Pedro De Jesus Pereira skoruðu mörkin fyrir Ísbjörninn.

Víkingur Ó. vann 5-3 sigur gegn Aftureldingu/Hvíta Riddaranum í undanúrslitunum á meðan Ísbjörninn vann 2-1 sigur gegn Vængjum Júpíters.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.