Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 13:00 Lögreglan í Manchester telur líklegt að Reynhard Sinaga sé einn versti nauðgari sögunnar. Mynd/Lögreglan í Manchester Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér. Bretland Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér.
Bretland Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira