Erlent

Skjálfti 4,5 að stærð nærri írönsku kjarn­orku­veri

Atli Ísleifsson skrifar
Íranir byggðu Bushehr-kjarnorkuverið í samstarfi við Rússa og var það vígt árið 2011.
Íranir byggðu Bushehr-kjarnorkuverið í samstarfi við Rússa og var það vígt árið 2011. Getty

Jarðskjálfti 4,5 að stærð varð í suðurhluta Írans í morgun. Fréttastofa Bloomberg segir skjálftann hafa orðið nærri Bushehr-kjarnorkuverinu en haft er eftir írönskum ríkisfjölmiðlum að engar skemmdir hafi orðið á verinu.

Björgunarlið var sent á staðinn eftir að skjálftinn varð, um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.

Íranir byggðu Bushehr-kjarnorkuverið í samstarfi við Rússa og var það vígt árið 2011 þó að framkvæmdir hafi hafist löngu fyrr. Verinu er ætlað að þola skjálfta allt að 9 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×