Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Árni Jóhannsson og Andri Már Eggertsson skrifa 16. ágúst 2020 21:45 Brynjólfur Andersen Willumsson (t.h.) er kominn á blað í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Vísir/Bára Leikur Víkings og Breiðabliks í 10. umferð Pepsi Max deildarinn í knattspyrnu var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Tækifæri var á að lyfta sér úr neðri sex deildinni upp í efri sex deildina sem virðist ætla að vera skiptingin á deildinni í sumar. Blikar nýttu tækifærið með því að vinna leikinn 2-4 en bæði lið gátu gert tilkall til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Víkingur var ögn beittari fyrsta korterið án þess þó að ná skotum á markið og því var það sem köld gusa í andlit þeirra þegar á 17. mínútu að Kristinn Steindórsson fékk að valsa upp að vítateig heimamanna, óáreittur, og spyrna knettinum framhjá Ingvari markverði heimamanna. Víkingur fékk ekki langan tíma til að jafna sig á þessu áfalli en upp úr miðjunni sem Víkingur tók unnu Blikar boltann og Brynjólfur Anderssen var kominn einn inn fyrir, eftir sendingu Alexanders Helga, og var felldur í teig heimamanna. Víti var dæmt og Brynjólfur var ískaldur á punktinum og skoraði af öryggi. Víkingur náði aftur vopnum sínum og minnkuðu muninn 34. mínútu leiksins þegar Óttar Magnús Karlsson fékk boltann utarlega í teig Blika og brást ekki bogalistin þegar hann sendi knöttinn í fjærhornið út við stöng. Eftir þetta voru Blikar betra liðið og uppskáru þriðja markið á 39. mínútu leiksins þegar Gísli Eyjólfsson fékk, eins og Kristinn áður, að valsa upp að vítateignum og láta skot ríða af. Skotið var glæsilegt og markið einnig en boltinn rauk upp í vinkilinn, hafði viðkomu í slánni og söng í netinu. Gullfallegt mark. Gengið var til hálfleiks í stöðunni 1-3 og Blikar náttúrlega hæstánægðir en Víkingur átti meira inni. Víkingur mætti af krafti út í seinni hálfleikinn og voru ekki lengi að minnka muninn. Á 51. mínútu fengu þeir hornspyrnu sem Ágúst Eðvald Hlynsson framkvæmdi. Sölvi Geir Ottesen reis hæst í teignum eins og fálki og stangaði knöttinn í netið. Við markið kom mikill vindur í segl heimamanna sem þeir náðu því miður ekki að nýta sér til að jafna leikinn. Á 74. mínútu gerðist það svo að Brynjólfur Andersen skoraði mark og allir voru á því að hann hafi verið rangstæður. Flaggið fór hinsvegar ekki upp og í u.þ.b. tvær mínútur eða svo var eins og markið stæði en Erlendur Eiríksson ræddi við sinn mann á línunni og úr varð að markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það er að mati blaðamanns réttur dómur en þetta er ákaflega neyðarlegt þegar svona gerist að það þarf að bíða með að fá réttan dóm. Þetta kom ekki að sök því í uppbótartíma fékk Brynjólfur aðra vítaspyrnu sem hann skoraði úr og gulltryggði sigur sinna manna. Brynjólfur hafði verið mjög áræðinn í leiknum og í nokkur skipti legið í teig andstæðingsins án þess að fá neitt. Það er tæpt að kalla öll skiptin leikaraskap en einhver skiptin féll hann of auðveldlega en fékk ekki spjald heldur. Lokaniðurstaða 2-4 í bráðfjörugum og opnum leik. Afhverju vann Breiðablik? Blikar nýttu sín færi afburðarvel. Þeir spiluðu flottan fótbolta, uppskáru færi, mörk úr langskotum og vítaspyrnum. Svo þegar Víkingur lá á þeim var varnarleikurinn flottur og forskotin haldið þangað til gert var út um leikinn. Hvað gekk illa? Það var augljóst að Sölvi Geir og Viktor Örlygur hafa ekki spilað mikið saman í hjarta varnarinnar. Sí og æ fundu Blikar pláss á milli þeirra til að senda á Brynjólf sem fiskaði tvö víti og hefði hæglega skorað meira. Þá voru hin mörkin þannig að enginn mætti Kristni eða Gísla sem fengu óáreittir að skjóta á markið og skora. Bestu menn vallarins? Brynjólfur Andersen var virkilega góður í kvöld og var hann og Alexander Helgi Sigurðarson í góðu sambandi en Alexander var mjög duglegur að finna Brynjólf í sókninni. Þá var Gísli Eyjólfsson líka flottur og gerðust hlutir þegar hann var í boltanum. Hvað næst? Blikar eru komnir í annað sætið með þessum úrslitum. Þeir fara næst í heimsókn á Seltjarnarnesið og eru í dauðafæri á að sauma saman tvo sigra. Víkingur er einnig í dauðafæri á að skoppa til baka en þeir fara uppí Grafarvog og etja kappi við Fjölnismenn. Það er mikilvægt fyrir Víking að ná að jafna sig fljótt á þessum leik því leikjum fækkar náttúrlega og möguleiki er á að festast í neðri helmingnum ef úrslitin eru ekki góð hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkinga - ásamt nýjasta leikmanni þeirra, Adam Ægi Pálssyni.mynd/víkingur Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið „Þetta var frábær leikur, Breiðablik er með gott lið og fengu þeir alveg sín færi sem skilaði sér í frábæru marki Gísla. Eftir það var leikurinn alveg okkar, við settum marga leikmenn fram til að jafna leikinn og þá fengu Blikarnir sín tækifæri til að skora en mér fannst jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða,” sagði Arnar að leik loknum. Í kjölfar fyrsta mark Blika fengu þeir vítaspyrnu stuttu síðar eftir varnarmistök Víkinga í uppspili sínu. „Svona mistök gerast bara hjá ungum leikmönnum, það er rosa gaman að vinna með ungum leikmönnum þeir læra fljótt. Þegar þú færð á þig mark þá ertu að svekkja þig og fattar mögulega ekki að einbeitingin á að vera ennþá meiri. Ég vill ekki að við séum samt að gagnrýna þessa leikmenn því við viljum að þeir spila fótbolta á réttan hátt.” Brynjólfur Andersen skoraði og allt benti til þess að markið fengi að standa þangað til Arnar mótmælti með miklum tilburðum og fékk að líta rauða spjaldið „Þetta er besta rauða spjald sem ég hef fengið á ævi minni vegna þess að hefði ég ekki tryllst þá hefði dómara teymið dæmt mark því þeir voru ekkert að pæla í þessu, þetta var mjög augljóst allt saman og átti þetta að taka miklu styttri tíma sem hefði skilað sér í því að ég hefði verið rólegur,” sagði Arnar að lokum. Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld.vísir/bára Óskar Hrafn: Menn sýndu ljóns hjarta í seinni hálfleik „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að leik loknum. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart því þetta er það sem Blikarnir búast við frá honum þó ekki svona mörg í hverjum einasta leik en hann er með betri leikmönnum deildarinnar. Brynjólfur Andersen skoraði sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum marga leiki án þess að skora og sá maður að bekkur Blika gladdist mikið með stráknum. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki þín færi. Óskar hrósaði karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik
Leikur Víkings og Breiðabliks í 10. umferð Pepsi Max deildarinn í knattspyrnu var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Tækifæri var á að lyfta sér úr neðri sex deildinni upp í efri sex deildina sem virðist ætla að vera skiptingin á deildinni í sumar. Blikar nýttu tækifærið með því að vinna leikinn 2-4 en bæði lið gátu gert tilkall til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Víkingur var ögn beittari fyrsta korterið án þess þó að ná skotum á markið og því var það sem köld gusa í andlit þeirra þegar á 17. mínútu að Kristinn Steindórsson fékk að valsa upp að vítateig heimamanna, óáreittur, og spyrna knettinum framhjá Ingvari markverði heimamanna. Víkingur fékk ekki langan tíma til að jafna sig á þessu áfalli en upp úr miðjunni sem Víkingur tók unnu Blikar boltann og Brynjólfur Anderssen var kominn einn inn fyrir, eftir sendingu Alexanders Helga, og var felldur í teig heimamanna. Víti var dæmt og Brynjólfur var ískaldur á punktinum og skoraði af öryggi. Víkingur náði aftur vopnum sínum og minnkuðu muninn 34. mínútu leiksins þegar Óttar Magnús Karlsson fékk boltann utarlega í teig Blika og brást ekki bogalistin þegar hann sendi knöttinn í fjærhornið út við stöng. Eftir þetta voru Blikar betra liðið og uppskáru þriðja markið á 39. mínútu leiksins þegar Gísli Eyjólfsson fékk, eins og Kristinn áður, að valsa upp að vítateignum og láta skot ríða af. Skotið var glæsilegt og markið einnig en boltinn rauk upp í vinkilinn, hafði viðkomu í slánni og söng í netinu. Gullfallegt mark. Gengið var til hálfleiks í stöðunni 1-3 og Blikar náttúrlega hæstánægðir en Víkingur átti meira inni. Víkingur mætti af krafti út í seinni hálfleikinn og voru ekki lengi að minnka muninn. Á 51. mínútu fengu þeir hornspyrnu sem Ágúst Eðvald Hlynsson framkvæmdi. Sölvi Geir Ottesen reis hæst í teignum eins og fálki og stangaði knöttinn í netið. Við markið kom mikill vindur í segl heimamanna sem þeir náðu því miður ekki að nýta sér til að jafna leikinn. Á 74. mínútu gerðist það svo að Brynjólfur Andersen skoraði mark og allir voru á því að hann hafi verið rangstæður. Flaggið fór hinsvegar ekki upp og í u.þ.b. tvær mínútur eða svo var eins og markið stæði en Erlendur Eiríksson ræddi við sinn mann á línunni og úr varð að markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það er að mati blaðamanns réttur dómur en þetta er ákaflega neyðarlegt þegar svona gerist að það þarf að bíða með að fá réttan dóm. Þetta kom ekki að sök því í uppbótartíma fékk Brynjólfur aðra vítaspyrnu sem hann skoraði úr og gulltryggði sigur sinna manna. Brynjólfur hafði verið mjög áræðinn í leiknum og í nokkur skipti legið í teig andstæðingsins án þess að fá neitt. Það er tæpt að kalla öll skiptin leikaraskap en einhver skiptin féll hann of auðveldlega en fékk ekki spjald heldur. Lokaniðurstaða 2-4 í bráðfjörugum og opnum leik. Afhverju vann Breiðablik? Blikar nýttu sín færi afburðarvel. Þeir spiluðu flottan fótbolta, uppskáru færi, mörk úr langskotum og vítaspyrnum. Svo þegar Víkingur lá á þeim var varnarleikurinn flottur og forskotin haldið þangað til gert var út um leikinn. Hvað gekk illa? Það var augljóst að Sölvi Geir og Viktor Örlygur hafa ekki spilað mikið saman í hjarta varnarinnar. Sí og æ fundu Blikar pláss á milli þeirra til að senda á Brynjólf sem fiskaði tvö víti og hefði hæglega skorað meira. Þá voru hin mörkin þannig að enginn mætti Kristni eða Gísla sem fengu óáreittir að skjóta á markið og skora. Bestu menn vallarins? Brynjólfur Andersen var virkilega góður í kvöld og var hann og Alexander Helgi Sigurðarson í góðu sambandi en Alexander var mjög duglegur að finna Brynjólf í sókninni. Þá var Gísli Eyjólfsson líka flottur og gerðust hlutir þegar hann var í boltanum. Hvað næst? Blikar eru komnir í annað sætið með þessum úrslitum. Þeir fara næst í heimsókn á Seltjarnarnesið og eru í dauðafæri á að sauma saman tvo sigra. Víkingur er einnig í dauðafæri á að skoppa til baka en þeir fara uppí Grafarvog og etja kappi við Fjölnismenn. Það er mikilvægt fyrir Víking að ná að jafna sig fljótt á þessum leik því leikjum fækkar náttúrlega og möguleiki er á að festast í neðri helmingnum ef úrslitin eru ekki góð hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkinga - ásamt nýjasta leikmanni þeirra, Adam Ægi Pálssyni.mynd/víkingur Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið „Þetta var frábær leikur, Breiðablik er með gott lið og fengu þeir alveg sín færi sem skilaði sér í frábæru marki Gísla. Eftir það var leikurinn alveg okkar, við settum marga leikmenn fram til að jafna leikinn og þá fengu Blikarnir sín tækifæri til að skora en mér fannst jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða,” sagði Arnar að leik loknum. Í kjölfar fyrsta mark Blika fengu þeir vítaspyrnu stuttu síðar eftir varnarmistök Víkinga í uppspili sínu. „Svona mistök gerast bara hjá ungum leikmönnum, það er rosa gaman að vinna með ungum leikmönnum þeir læra fljótt. Þegar þú færð á þig mark þá ertu að svekkja þig og fattar mögulega ekki að einbeitingin á að vera ennþá meiri. Ég vill ekki að við séum samt að gagnrýna þessa leikmenn því við viljum að þeir spila fótbolta á réttan hátt.” Brynjólfur Andersen skoraði og allt benti til þess að markið fengi að standa þangað til Arnar mótmælti með miklum tilburðum og fékk að líta rauða spjaldið „Þetta er besta rauða spjald sem ég hef fengið á ævi minni vegna þess að hefði ég ekki tryllst þá hefði dómara teymið dæmt mark því þeir voru ekkert að pæla í þessu, þetta var mjög augljóst allt saman og átti þetta að taka miklu styttri tíma sem hefði skilað sér í því að ég hefði verið rólegur,” sagði Arnar að lokum. Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld.vísir/bára Óskar Hrafn: Menn sýndu ljóns hjarta í seinni hálfleik „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að leik loknum. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart því þetta er það sem Blikarnir búast við frá honum þó ekki svona mörg í hverjum einasta leik en hann er með betri leikmönnum deildarinnar. Brynjólfur Andersen skoraði sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum marga leiki án þess að skora og sá maður að bekkur Blika gladdist mikið með stráknum. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki þín færi. Óskar hrósaði karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti