Enski boltinn

Barkley fékk sér vel í tána í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barkley fagnar sigurmarkinu gegn Leicester í átta liða úrslitum enska bikarsins.
Barkley fagnar sigurmarkinu gegn Leicester í átta liða úrslitum enska bikarsins. vísir/getty

Ross Barkley, miðjumaður Chelsea, virðist vera að njóta sumarfrísins vel í Grikklandi ef marka má myndir þaðan.

Enski landsliðsmaðurinn er staddur á Mykonos þar sem hann hlaðar batteríin eftir langt tímabil í enska boltanum.

Leikmenn Chelsea hafa verið í fríi eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni gegn Bayern Munchen í síðustu viku.

Í gær birtust svo myndir af Barkley á Mykonos en hann virðist vera búinn að fá sér vel í tánna á þeim myndum.

Tveir vinir hans þurftu að styðja við Englendinginn er hann gekk út úr partíi í bænum en hann er þó ekki að brjóta neinar reglur.

Barkley hefur áður komið sér í vandræði með sínu næturlífi en tvö atvik áttu sér stað á síðasta ári þar sem áfengið fór illa með Barkley.

Í fyrra skiptið var hann myndaður á leið í hraðbanka með tveimur lögreglumönnum til þess að taka út pening fyrir leigubílstjóra og í síðara skiptið var hann, í glasi, ber að ofan á Dubai í landsleikjahléi.

Hann sagði síðar meir í viðtali að hann þyrfti að læra af reynslunni en enski boltinn hefst aftur eftir tæpan mánuð.

Reikna má með að leikmenn Chelsea þurfi að mæta til æfinga síðar í þessum mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.