Erlent

Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í gær. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, sé ekki gjaldgeng í embættið.

Harris fæddist í Oakland í Kalíforníu og var faðir hennar frá Jamaíku og móðir hennar indversk.

Íhaldssamur lagaprófessor frá Kalíforníu hefur sett spurningamerki við kjörgengi Harris í ljósi þess að foreldrar hennar hafi verið í landinu sem námsmenn en ekki löglegir borgarar. Því geti hún ekki talist bandarískur ríkisborgari.

Trump var spurður út í þessa kenningu á blaðamannafundi og sagðist kannast við hana og bætti við að lögfræðiprófessorinn sem setti hana fram sé afar hæfur og virtur í sínu fagi.

Prófessorinn virðist þó næstum einn um þessa skoðun sína því aðrir lagaprófessorar hafa hamast við að hafna þessari kenningu síðasta sólarhringinn og benda á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem segir að allir þeir sem fæðist í Bandaríkjunum séu ríkisborgarar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.