Innlent

Hitamet sumarsins slegið á Neskaupstað í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar

Þrátt fyrir að gular veðurviðvaranir séu í gildi víða á norðurhelmingi landsins og á Suðausturlandi var hitamet sumarsins slegið á tveimur stöðum í dag.

Fyrra hitametið var á Egilstöðum á þriðjudag en féll í dag þegar hiti mældist 26,3 stig á Neskaupstað. Hlýindin einskorðast þó ekki aðeins við Neskaupstað því hiti fór upp í 26,1 stig á Seyðisfirði. Þetta staðfestir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×