Innlent

Hitamet sumarsins slegið á Neskaupstað í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar

Þrátt fyrir að gular veðurviðvaranir séu í gildi víða á norðurhelmingi landsins og á Suðausturlandi var hitamet sumarsins slegið á tveimur stöðum í dag.

Fyrra hitametið var á Egilstöðum á þriðjudag en féll í dag þegar hiti mældist 26,3 stig á Neskaupstað. Hlýindin einskorðast þó ekki aðeins við Neskaupstað því hiti fór upp í 26,1 stig á Seyðisfirði. Þetta staðfestir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.