Erlent

Talið að þrír hafi látið lífið í lestarslysinu í Skotlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AP

Talið er að þrír hafi látið lífið eftir að farþegalest fór út af sporinu í Aberdeen-skíri í Skotlandi í morgun. Eins manns er enn saknað á slysstað.

Þetta kemur fram í frétt Sky News. Lestin fór út af sporinu nærri Stonehaven um klukkan 9:40 í morgun að staðartíma. Á myndum af slysstað mátti sjá mikinn reyk leggja frá staðnum.

Lestin sem um ræðir er sex vagna, var á leið frá Aberdeen til Stonehaven. Um borð voru tólf manns – sex farþegar og sex starfsmenn.

Heimildarmenn telja líklegt að aurskriða hafi farið yfir sporið og valdið slysinu. Mikið úrhelli hefur verið í Skotlandi síðustu klukkutímana sem olli því að nokkrum lestarferðum hafði verið aflýst.

Að neðan má sjá myndband af aðstæðum á austurströnd Skotlands sem lestarfélagið birti áður en slysið átti sér stað. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.