Íslenski boltinn

Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Blika og Gróttu fyrr á þessari leiktíð.
Úr leik Blika og Gróttu fyrr á þessari leiktíð. vísir/daníel

Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu.

Liðin drógust saman í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og átti leikurinn að fara fram í Noregi í síðari hluta þessa mánaðar.

Nú er hins vegar Ísland komið á rauðan lista hjá Norðmönnum, eins og segir í frétt Nettavisen, og því verða þeir Íslendingar sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví.

Það er því áhugavert að sjá hvað verður um leikinn en takist Breiðabliki ekki að komast til Noregs vegna reglna þar í landi, þá verður liðinu dæmdur 3-0 sigur og sæti í 2. umferðinni.

Allt útlit er fyrir að Breiðablik muni mæta Víkingi á sunnudaginn en líkur eru á að íslenski boltinn hefjist aftur á föstudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.