Íslenski boltinn

Adam ákvað að velja Víking

Sindri Sverrisson skrifar
Adam Ægir Pálsson og þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson.
Adam Ægir Pálsson og þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson. mynd/víkingur

Bikarmeistarar Víkings R. hafa fengið knattspyrnumanninn Adam Ægi Pálsson frá Keflavík en fleiri félög í Pepsi Max-deildinni voru með hann í sigtinu.

Víkingar greindu frá félagaskiptunum í dag. Adam, sem er 22 ára, kemur til Víkings frá Keflavík þar sem hann hefur leikið tvö síðustu ár og staðið sig vel í Lengjudeildinni í sumar. Samningur hans við Keflavík gilti til loka þessa tímabils.

Samkvæmt Fótbolta.net hafði Adam einnig fundað með FH-ingum áður en hann ákvað að fara í Fossvoginn.

Óvíst er enn hvenær keppni hefst að nýju í fótboltanum hér á landi en útlit er fyrir að það geti orðið um helgina. Næsti leikur Víkings er á dagskrá á sunnudag, gegn Breiðabliki, en liðin eru um mijða deild. Adam skilur við Keflavík í 3. sæti Lengjudeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Leiknis R.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.