Erlent

Yfirgaf pontu vegna skotárásar en sneri fljótt aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump yfirgaf herbergið þegar honum var tilkynnt um skotárás skammt frá Hvíta húsinu.
Donald Trump yfirgaf herbergið þegar honum var tilkynnt um skotárás skammt frá Hvíta húsinu. AP/Andrew Harnik

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf óvænt pontu í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann hóf blaðamannafund vegna heimsfaraldurs Covid-19. Það gerði forsetinn þegar honum var tilkynnt að maður hefði verið skotinn nærri Hvíta húsinu. Hann sneri fljótt aftur og hélt fundinum áfram.

AP fréttaveitan segir að lögregluþjónar hafi skotið mann skammt frá Hvíta húsinu. Maðurinn mun hafa verið vopnaður en var fluttur alvarlega særður á sjúkrahús.

Upplýsingar um atvikið eru takmarkaðar, enn sem komið er en AP segir einnig að verið sé að rannsaka hvort að maðurinn sem um ræðir hafi átt við geðræn vandamál að stríða.

Trump sjálfur gaf þó lítið fyrir atvikið. Hann hrósaði lífvarðarsveit sinni og þegar blaðamenn spurðu hann hvort hann væri skekinn vegna atviksins sagði hann: „Ég veit ekki. Lít ég út fyrir það.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.