Íslenski boltinn

Sex félög í Pepsi Max deildinni undir smásjánni hjá Stúkunni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgeir Valgeirsson í leik með HK á móti Víkingum í Kórnum en til varnar er Logi Tómasson. Bæði liðin verða tekin fyrir í Stúkunni í kvöld.
Valgeir Valgeirsson í leik með HK á móti Víkingum í Kórnum en til varnar er Logi Tómasson. Bæði liðin verða tekin fyrir í Stúkunni í kvöld. Vísir/Daníel Þ'or

Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ætla að fara ítarlega yfir frammistöðu liðanna til þessa í sumar. Fyrri þátturinn er í kvöld.

Í kvöld verða tekin fyrir sex félög og tímabilið skoðað hjá þeim. Pepsi Max deild karla er í pásu þessa dagana vegna sóttvarna eftir hraða útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.

Sérfræðingar Guðmundar Benediktssonar að þessu sinni eru þeir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson.

Þeir þrír ætla saman að greina liðin og skoða bæði það sem liðin hafa gert vel og það sem þau þurfa líka að laga. Það verður því fjallað um hvað hefur verið að virka í leik liðanna og hvað má gera betur.

Liðin sem eru tekin fyrir í þættinum í kvöld eru liðin sem eru í neðri hluta deildarinnar. Það eru lið Víkings (13 stig), ÍA (10 stig), KA (8 stig), HK (8 stig), Gróttu (5 stig) og Fjölnis (3 stig).

Á fimmtudaginn verður síðan seinni greiningarþátturinn en þá verða skoðuð hin sex lið deildarinnar eða liðin sem sitja í efri hlutanum.

Pepsi Max Stúkan verður á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 21.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.