Erlent

Hundrað dagar frá því að smit greindist á Nýja-Sjá­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Getty/ Dave Rowland

Nýja-Sjálandi hefur tekist vel til í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum en í dag eru hundrað dagar liðnir frá því að síðast greindist smit þar í landi. Síðast greindist smit innanlands þann 1. maí en þá voru aðeins nokkrir dagar liðnir frá því að létt var á takmörkunum sem höfðu verið í gildi.

Þá voru 23 virk smit í landinu og allir voru í einangrun. Frá upphafi faraldursins í Nýja-Sjálandi, sem barst þangað í lok febrúar, hafa 1.219 greinst með veiruna og 22 látist af hennar völdum.

Gripið var til harðra aðgerða strax í upphafi, útgöngubann var sett á, takmarkanir voru við landamæri og umfangsmiklum aðgerðum hrundið af stað til að skimun fyrir veirunni væri sem mest.

Yfirvöld hafa þó hamrað á því að þrátt fyrir þennan stóra áfanga sé enn hætta á að önnur bylgja faraldursins ríði yfir landið.


Tengdar fréttir

Kynnti nýja viðbragðsáætlun nýsjálenskra stjórnvalda

Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í dag viðbragðsáætlun stjórnvalda til að koma í veg fyrir að kórónuveiran nái útbreiðslu í landinu, en enginn hefur smitast af veirunni innanlands á Nýja Sjálandi í tvo og hálfan mánuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×