Erlent

Þrjá­tíu látnir eftir úr­helli síðustu daga í Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá borginni Gurye í Suður-Kóreu.
Frá borginni Gurye í Suður-Kóreu. AP

Þrjátíu manns hið minnsta eru látnir og tólf er enn saknað eftir úrhelli síðustu daga í Suður-Kóreu. Þessi mikla úrkoma hefur leitt til fjölda aurskriða og flóða og hafa talsmenn yfirvalda varað við frekari úrkomu næstu daga.

Frá upphafi mánaðar hefur rignt nær látlaust í hluta landsins og valdið miklum búsifjum, en um helmingur þeirra dauðsfalla sem rakin eru til úrhellisins hafa orðið síðustu þrjá daga, að því er fram kemur í máli talsmanna innanríkis- og öryggismálaráðuneytis landsins.

Um sex þúsund manna í Suður-Kóreu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna hinnar miklu úrkomu, en hún hefur sömuleiðis haft áhrif á íbúa í grannríkinu Norður-Kóreu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.