Erlent

Þrjá­tíu látnir eftir úr­helli síðustu daga í Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá borginni Gurye í Suður-Kóreu.
Frá borginni Gurye í Suður-Kóreu. AP

Þrjátíu manns hið minnsta eru látnir og tólf er enn saknað eftir úrhelli síðustu daga í Suður-Kóreu. Þessi mikla úrkoma hefur leitt til fjölda aurskriða og flóða og hafa talsmenn yfirvalda varað við frekari úrkomu næstu daga.

Frá upphafi mánaðar hefur rignt nær látlaust í hluta landsins og valdið miklum búsifjum, en um helmingur þeirra dauðsfalla sem rakin eru til úrhellisins hafa orðið síðustu þrjá daga, að því er fram kemur í máli talsmanna innanríkis- og öryggismálaráðuneytis landsins.

Um sex þúsund manna í Suður-Kóreu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna hinnar miklu úrkomu, en hún hefur sömuleiðis haft áhrif á íbúa í grannríkinu Norður-Kóreu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×