Erlent

Fyrst ráð­herra til að segja af sér eftir sprenginguna

Atli Ísleifsson skrifar
Manal Abdel Samad tók við embætti upplýsingamálaráðherra Líbanons í janúar síðastliðinn.
Manal Abdel Samad tók við embætti upplýsingamálaráðherra Líbanons í janúar síðastliðinn.

Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag.

Samad vísaði í misbresti ríkisstjórnarinnar að hrinda umbótatillögum í framkvæmd og sömuleiðis viðbrögð stjórnarinnar við sprengingunni.

Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút síðustu daga þar sem mótmældur hafa reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið og aðrar opinberar byggingar. Hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu.

Samad bað í morgun líbanskan almenning afsökunar. „Við stóðum ekki undir þeim kröfum sem til okkar eru gerðar.“

158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Þá misstu um 300 þúsund manns heimili sín.

Líbanir hafa grímt við miklar efnahagslegar þrengingar síðustu misserin, auk faraldurs kórónuveirunnar líkt og önnur ríki.

Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar, en tjónið er sem stendur metið á um 15 billjónir Bandaríkjadala.

Það eru frönsk stjórnvöld og Sameinuðu þjóðirnar sem eiga frumkvæði að söfnuninni, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er einn þeirra sem mun taka þátt á fundinum.


Tengdar fréttir

Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga

Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.