Innlent

Fleiri í sóttkví vegna smits hjá DV

Andri Eysteinsson skrifar
Stærsti hluti ritstjórnar DV er á meðal þeirra sem eru í sóttkví
Stærsti hluti ritstjórnar DV er á meðal þeirra sem eru í sóttkví Vísir/Vilhelm

Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina.

Fréttablaðið greindi sjálft frá því að smitrakningateymi hafi ákveðið að fleiri þyrftu í sóttkví vegna smitsins.

Þá hefur öll ritstjórn DV að einum starfsmanni undanskildum verið sett í sóttkví eftir að hafa unnið með blaðamanni DV í hlutastarfi síðasta þriðjudag.

Ekki er gert ráð fyrir að fréttaþjónusta miðlanna raskist nokkuð vegna hertra aðgerða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×