Innlent

Fleiri í sóttkví vegna smits hjá DV

Andri Eysteinsson skrifar
Stærsti hluti ritstjórnar DV er á meðal þeirra sem eru í sóttkví
Stærsti hluti ritstjórnar DV er á meðal þeirra sem eru í sóttkví Vísir/Vilhelm

Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina.

Fréttablaðið greindi sjálft frá því að smitrakningateymi hafi ákveðið að fleiri þyrftu í sóttkví vegna smitsins.

Þá hefur öll ritstjórn DV að einum starfsmanni undanskildum verið sett í sóttkví eftir að hafa unnið með blaðamanni DV í hlutastarfi síðasta þriðjudag.

Ekki er gert ráð fyrir að fréttaþjónusta miðlanna raskist nokkuð vegna hertra aðgerða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.