Ritstjórn DV send heim eftir kórónuveirusmit Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 12:41 DV deilir hæð með öðrum fjölmiðlum Torgs, eins og Fréttablaðinu og Hringbraut, í höfuðstöðvum þess á Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit á ritstjórninni. Það er rakið til konu sem sögð er gegna hlutastarfi á ritstjórninni og sótti fund hennar á þriðjudag. Allri ritstjórninni hefur því verið gert að vinna heima frá sér á næstunni. Einn starfsmaður sleppur þó við sóttkví, en hann var í fríi á þriðjudag. Þetta staðfestir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgáfufélags, í samtali við Vísi en DV greindi sjálft frá ákvörðunni í morgun. Jóhanna segir að ákvörðunin um sóttkví hafi verið tekin eftir ráðleggingar frá smitrakningarteymi almannavarna. Hún væntir þess að þessi ráðstöfun muni vara í tvær vikur, það sé þó of snemmt að slá því föstu á þessu stigi máls. Heilsa starfsmanna sé í fyrirrúmi og muni Torg því fylgja öllum ráðleggingum frá teyminu í þessum efnum. Hún segir það að sama skapi hafa verið mati smitrakningarteymsins að aðrir starfsmenn Torgs sem deila hæð með ritstjórn DV, eins og blaðamenn Fréttablaðsins og starfsmenn Hringbrautar, þurfi ekki að sæta sóttkví. Fundað hafi verið með starfsmönnum í morgun og imprað á nauðsynlegum smitvörnum. Hún væntir þess að sóttkvíin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi DV meðan hennar varir. Starfsemi ritstjórna megi að stórum hluta sinna í gegnum netið og því ættu vendingar dagsins ekki að setja útgáfu DV í uppnám. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit á ritstjórninni. Það er rakið til konu sem sögð er gegna hlutastarfi á ritstjórninni og sótti fund hennar á þriðjudag. Allri ritstjórninni hefur því verið gert að vinna heima frá sér á næstunni. Einn starfsmaður sleppur þó við sóttkví, en hann var í fríi á þriðjudag. Þetta staðfestir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgáfufélags, í samtali við Vísi en DV greindi sjálft frá ákvörðunni í morgun. Jóhanna segir að ákvörðunin um sóttkví hafi verið tekin eftir ráðleggingar frá smitrakningarteymi almannavarna. Hún væntir þess að þessi ráðstöfun muni vara í tvær vikur, það sé þó of snemmt að slá því föstu á þessu stigi máls. Heilsa starfsmanna sé í fyrirrúmi og muni Torg því fylgja öllum ráðleggingum frá teyminu í þessum efnum. Hún segir það að sama skapi hafa verið mati smitrakningarteymsins að aðrir starfsmenn Torgs sem deila hæð með ritstjórn DV, eins og blaðamenn Fréttablaðsins og starfsmenn Hringbrautar, þurfi ekki að sæta sóttkví. Fundað hafi verið með starfsmönnum í morgun og imprað á nauðsynlegum smitvörnum. Hún væntir þess að sóttkvíin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi DV meðan hennar varir. Starfsemi ritstjórna megi að stórum hluta sinna í gegnum netið og því ættu vendingar dagsins ekki að setja útgáfu DV í uppnám.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira